Breytt fjölmiðlalög birt of snemma

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Menningar- og viðskiptaráðuneytið birti fyrir mistök kynningu á máli er varðar breytingu á ákvæðum fjölmiðlalaga um stuðning til einkarekinna fjölmiðla, þ.e. framlengingu gildistíma og endurskoðun einstakra ákvæða.

Var mál þetta gert opinbert í Samráðsgáttinni í fyrradag og sent hagsmunaaðilum með boði um samráð. Stuttu síðar var kynningin horfin út af vefsíðu gáttarinnar.

Skýringin er sögð sú að málið eigi eftir að fara í lokayfirlestur innan ráðuneytisins. Þetta staðfesti Hafþór Eide Hafþórsson, aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og viðskiptaráðherra, og sagði að gera mætti ráð fyrir að boðið yrði upp á samráð á ný að tveimur vikum liðnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert