Einn á slysadeild eftir árekstur

Einn var fluttur á slysadeild eftir að tveir bílar skullu saman við umferðarljós á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Suðurfells um tíuleytið í morgun.

Einn var í hvorum bíl. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru báðir ökumennirnir með áverka en ástæða þótti að flytja annan þeirra á slysadeild vegna gruns um beinbrot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert