Geimskot skoska fyrirtækisins Skyrora á Langanesi í dag mistókst með þeim afleiðingum að geimflaugin hafnaði í sjónum við Íslandsstrendur.
Tæknilegt vandamál varð til þess að geimskotið misheppnaðist en geimflaugin er um ellefu metra löng.
Markmið geimskotsins var að geimflaugin myndi standa undir nafni, ná 100 kílómetra lofthæð og þar með formlega komast út í geim.
Forstjóri fyrirtækisins lýtur þó á björtu hliðina og segir þrátt fyrir að geimskotið hafi misheppnast, þá væri hægt að draga mikinn lærdóm frá því. Einnig væri geimskotið sigur fyrir samband Bretlands og Íslands og geimrannsóknir í Evrópu.