Íslandsbankaskýrslan komin til ráðuneytisins

Skýrslunnar hefur verið beðið í talsverðan tíma.
Skýrslunnar hefur verið beðið í talsverðan tíma. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ríkisendurskoðun hefur sent fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Bankasýslu ríkisins og stjórn Bankasýslunnar drög að skýrslu embættisins um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Ríkisendurskoðunar.

Þar kemur fram að skýrslan beri heitið „Sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022,“ en umsagnarfrestur er veittur til næsta miðvikudags.

Áréttar embættið jafnframt að trúnaður gildi um umsagnardrögin og að ekki verði fjallað efnislega um skýrsludrögin í umsagnarferlinu, hvorki af embættinu né umsagnaraðilum.

Skýrslunnar hefur verið beðið um nokkur skeið, en upp­haf­leg áætl­un miðaðist við að skýrsl­an kæmi út fyr­ir lok júní en sú áætl­un miðaðist við það að öll gögn lægju fyr­ir í mál­inu, en svo reynd­ist ekki vera. Í lok júní sagði Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi við mbl.is að skýrslunni myndi seinka, en að hann væri bjartsýnn á að það tækist að skila henni til Alþingis fyrir verslunarmannahelgi.

Um miðjan ág­úst sagði Guðmund­ur svo að skýrsl­unn­ar væri að vænta fyr­ir lok ág­úst. Enn tafðist út­gáf­an og í byrj­un sept­em­ber sagði Guðmund­ur við Vísi að skýrsl­an væri á loka­metr­un­um og að bú­ast mætti við henni á næstu dög­um. Um miðjan september sagði Guðmundur við mbl.is að enn væri búist við skýrslunni fyrir lok mánaðarins, en tekið var fram að útgáfudagur lægi ekki fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert