Munu ekki sekta fyrir notkun nagladekkja

Mikil hálka var í morgun á höfuðborgarsvæðinu.
Mikil hálka var í morgun á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekki sekta ökumenn fyrir notkun nagladekkja þó slíkur búnaður sé ekki heimilaður fyrr en 1. nóvember.

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Facebook. Þar mælir lögreglan með því að ökumenn noti vetrardekk.

Mikil hálka var á höfuðborgarsvæðinu í morgun og voru margir ökumenn í stökustu vandræðum vegna þess. Endaði ein ökuferðin úti í Reykjavíkurtjörn í morgun þegar ökumaður missti stjórn í hálkunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert