Ólafur Ragnar sagður hrósa stjórnarháttum Kínaforseta

Tekið á útgáfuhófinu.
Tekið á útgáfuhófinu. Ljósmynd/Kínverska sendiráðið á Íslandi

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er sagður hafa hrósað stjórnarháttum Xi Jinping, forseta Kína, þegar hann ávarpaði útgáfuathöfn sem haldin var í tilefni af útgáfu bókarinnar Xi Jinping: Kínversk stjórnmál 1 á íslensku. 

Athöfnin fór fram í Hörpu á þriðjudag og var viðburðurinn haldinn á vegum kínverska sendiráðsins á Íslandi. Kjarninn greindi fyrst frá.

Í frétt China Daily er haft eftir Ólafi Ragnar í óbeinni ræðu að skilningur á Kína sé mikilvægur fyrir þróun heimsins.

Þá er fyrrverandi forsetinn sagður hafa rifjað upp samskipti sín við Xi Jinping og er haft eftir honum að hann hafi verið afar hrifinn um hugmyndum kínverska forsetans um stjórnunarhætti.

Þorsteinn Kristinsson dokt­or­snemi í stjórn­mála­fræði vakti fyrst athygli á málinu á Twitter. Taldi hann þetta ekki líta vel út fyrir Ólaf Ragnar. 

Ólafur Ragnar segist vera „innilega hrifinn“ af stjórnspeki Xi Jinping - mannsins sem er að færa Kína frá einræði aftur til alræðis og hyggst skipa sjálfan sig leiðtoga fyrir lífstíð,“ skrifar Þorsteinn.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert