Ólafur Ragnar tók á móti Hákoni krónprinsi

mbl.is/Kristinn Magnússon

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, og Aud Lise Norheim, sendiherra Noregs á Íslandi, tóku á móti Hákoni krónprinsi í Hörpu í morgun í tilefni af ráðstefnunni Arctic Circle.

Ráðstefnan hófst í morgun og lýkur henni á sunnudag. Ólafur Ragnar er forsvarsmaður ráðstefnunnar, sem fer fram í Hörpu og á hótelinu Reykjavík Edition.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Ráðstefnan verður enn fjöl­menn­ari en í fyrra og þar verða yfir 200 mál­stof­ur með um 600 ræðumönn­um. Áætlað er að yfir 2.000 manns frá nærri 70 lönd­um taki þátt í þing­inu.

Frá vinstri: Norheim, Hákon og Ólafur.
Frá vinstri: Norheim, Hákon og Ólafur. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert