Svaf ölvunarsvefni í mathöll

mbl.is/Kristinn Magnússon

Óskað var eftir aðstoð lögreglu að mathöll í hverfi 105 í Reykjavík vegna einstaklings sem svaf þar ölvunarsvefni. Hann var vakinn og hélt sína leið.

Tilkynnt var um annan einstakling sofandi ölvunarsvefni í anddyri fjölbýlishúss í Breiðholti, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Einstaklingur datt af hlaupahjóli sínu í Grafarvogi. Hann var illa áttaður eftir óhappið og var hann fluttur á slysadeild til skoðunar.

Tilkynnt var um umferðaróhapp í Garðabæ eftir að vespa og reiðhjól lentu saman. Einnig barst tilkynning um annað umferðaróhapp í Kópavogi. Tjón varð á bifreiðum en engin slys urðu á fólki.

Sömuleiðis varð umferðaróhapp í hverfi 108. Tjón varð á bifreiðum en engin slys á fólki.

Þá var tilkynnt um þjófnað úr sameign í Breiðholti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert