Undirbúa íbúðabyggð við Vaðlaheiðargöng

Gangamunni Vaðlaheiðarganga í Fnjóskadal er til hægri. Fyrirhuguð íbúðabyggð í …
Gangamunni Vaðlaheiðarganga í Fnjóskadal er til hægri. Fyrirhuguð íbúðabyggð í landi Skóga er afmörkuð með hvítum ramma. Tölvuteikning/ALTA

Áhugi á búsetu í Fnjóskadal hefur aukist með tilkomu Vaðlaheiðarganga. Þau gjörbreyttu tengingu dalsins við Eyjafjörð og Akureyri. Göngin eru sögð gera búsetu í Fnjóskadal áhugaverðan kost fyrir þá sem starfa á Akureyri eða vilja sækja nærþjónustu þangað.

Gangamunninn Fnjóskadalsmegin er í landi jarðarinnar Skóga. Eigendur Skóga hafa óskað eftir því að níu frístundalóðir í Skógarhlíð verði skilgreindar sem íbúðabyggð í aðalskipulagi. Skógarhlíð er ofan Illugastaðavegar og rétt sunnan við gangamunnann.

„Öll uppbygging er jákvæð fyrir okkur, hvort sem hún er þarna, í kringum þéttbýliskjarnana okkar eða annars staðar. Fjölgun íbúa og fleiri byggingar er jákvætt,“ segir Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert