Úrkomubakki gekk yfir sunnan- og vestanvert landið í nótt og bleytti vegi og gangstéttir. Nú í morgunsárinu er hitastig um frostmark og við þessar aðstæður getur hálka myndast og rétt að vera á varðbergi gagnvart henni.
Þetta kemur fram í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.
Vegagerðin segir vetrarfærð vera víða um land og ástæðu til að huga að notkun vetrardekkja.