5-6 milljarðar til sveitarfélaga

Kort/mbl.is

Innviðaráðherra viðraði þá hugmynd í ræðu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í gær að færa 5-6 milljarða króna tekjur frá ríki til sveitarfélaga í gegnum staðgreiðsluna til að draga úr halla á þjónustu sveitarfélaganna við fatlað fólk. Það ætti að hans mati að vera nægilegur stuðningur að sinni til að ekki þurfi að raska þessari þjónustu næstu misserin.

Halli á þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk er ofarlega í huga sveitarstjórnarfólks. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í ræðu við setningu fjármálaráðstefnunnar að hallinn á málaflokknum hefði numið 8,9 milljörðum á árinu 2020 og ætla mætti að hann næmi nú um 12-13 milljörðum. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert