Í dag er spáð er norðaustan- og norðanátt, víða á bilinu 8-13 metrum á sekúndu. Él eða slydduél verða á norðanverðu landinu og hiti um eða yfir frostmarki. Bjartviðri verður sunnanlands með hita að 6 stigum yfir daginn.
Gengur í norðan 13-20 m/s á morgun, hvassast norðvestan- og suðaustantil. Rigning eða slydda verður nærri sjávarmáli á norðurhelmingi landsins, en snjókoma á heiðum. Þurrt að kalla sunnanlands. Hiti verður á bilinu 1 til 7 stig, mildast við suðurströndina.