Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út síðdegis í dag vegna elds sem kom upp í íbúð í blokk í Lómasölum í Kópavogi.
Búið er að slökkva eldinn og hefur íbúum í blokkinni verið hleypt aftur inn í sínar íbúðir, en þrír slökkviliðsbílar komu á vettvang.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var enginn inni í íbúðinni þar sem eldurinn kviknaði. Þá er ekki vitað um eldsupptök.