Tilkynnt var um einstakling í annarlegu ástandi í strætó. Strætóinn var stöðvaður í hverfi 108 í Reykjavík og var einstaklingurinn handtekinn grunaður um vörslu fíkniefna. Einstaklingurinn vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann.
Óskað var eftir aðstoð lögreglu í stigahús í hverfi 105 vegna einstaklings sem svaf þar ölvunarsvefni. Honum var komið í til síns heima, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Þrjár bifreiðir voru stöðvaðar þar sem ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Tvær þeirra voru stöðvaðar í hverfi 105 og ein í Hafnarfirði.