Tveir karlmenn á þrítugsaldri, sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka hér á landi, hafa báðir verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald næstu fjórar vikurnar.
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á beiðni héraðssaksóknara um að framlengja varðhald yfir mönnunum.
Mennirnir hafa báðir kært úrskurðinn til Landsréttar, að því er Rúv greinir frá. Ekki var farið fram á að mennirnir yrðu áfram í einangrun, en þeir hafa setið í einangrun í þrjár vikur.