Íslendingar munu ásamt öðrum ríkjum Norðurlanda auk Litháens veita úkraínskum sprengjusérfræðingum þjálfun í sprengjuleit og -eyðingu. Undirbúningur er þegar hafinn og er vonast til að verkefnið geti hafist á næstu vikum. Þetta kemur fram í skriflegu svari ráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins.
Utanríkisráðherra boðaði aðkomu Íslands að verkefninu hinn 11. ágúst sl. á ráðstefnu um stuðning við öryggi og varnir Úkraínu. Sagði ráðherrann mikilvægt að Ísland leitaði allra leiða til að styðja við úkraínsku þjóðina og að verkefni þetta hefði sérstaka þýðingu fyrir almenna borgara í Úkraínu.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.