Ástin sigrar allt og stuðlar að fjölgun

Tekið við verðlaununum í dag. Frá vinstri eru: Jóhann Steinar …
Tekið við verðlaununum í dag. Frá vinstri eru: Jóhann Steinar Ingimundarson formaður UMFÍ, Gunnar Helgason frá Ungmennafélaginu Þrótti í Vogum, Snjólaug Jónsdóttir frá Ungmennasambandi Austur-Húnvetninga og Guðmundur. G. Sigurbergsson, frá Ungmennasambandi Kjalarnessþings. Ljósmynd/Aðsend frá UMFÍ

Ungmennafélagið Þróttur Vogum hlaut í dag Hvatningarverðlaun UMFÍ á Sambandsráðsfundi UMFÍ sem haldinn var á Höfn í Hornafirði í dag. Verðlaunin hlutu Þróttur fyrir átaksverkefnið Fögnum ástinni, en markmið þess er að fjölga íbúum í bæjarfélaginu og iðkendum félagsins. Verkefnið er ekkert áhlaup, heldur er um langtímamarkmið að ræða.

Ástarmánuður Þróttar 

Í tilkynningu frá UMFÍ segir: „Þróttur tók í haust höndum saman með kynlífstækjaversluninni Blush í verkefninu. Félagið boðaði í kjölfarið til Ástarmánaðar Þróttar í september á þessu ári. Í fréttum af átakinu segir að nemendum hafi fækkað í grunnskóla sveitarfélagsins og iðkendum í barna og unglingastarfi sömuleiðis. Allir íbúar Voga fengu afslátt af unaðsvörum hjá Blush og öll börn sem fæðast í maí og júní á næsta ári frítt í íþróttaskóla barnanna árin 2025 til 2027.“

Vogar á Vatnsleysisströnd.
Vogar á Vatnsleysisströnd. mbl.is/Árni Sæberg

Nú er spurning hvort ekki verði fjölgun í bæjarfélaginu þegar fer að vora og afrakstur ástarmánaðar Þróttar fer að sýna sig. 

Önnur og þriðju verðlaun

Einnig hlutu Ungmennasamband Kjalarnesþings (UMSK) verðlaun Þetta voru ein verðlaun fyrir verkefnið Virkni og vellíðan í Kópavogi og Ungmennasamband Austur-Húnvetninga (USAH) fyrir samstarf aðildarfélaganna Fram og Hvöt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka