Biðu fúsar eftir lúnum ferðalangi

Auglýsingin umdeilda sem hleypti illu blóði í Íslendinga í Svíþjóð. …
Auglýsingin umdeilda sem hleypti illu blóði í Íslendinga í Svíþjóð. Og fleiri.

„Haustþingið mótmælir þeim aðferðum sem hið íslenska flugfélag Flugleiðir notar til að laða einhleypa sænska karlmenn til Íslands,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu sem Íslenska landssambandið í Svíþjóð sendi fjölmiðlum hér á landi í október 1982 að undangengnu haustþingi í Gautaborg. Mótmælin beindust gegn auglýsingaherferð Flugleiða fyrr um haustið í sænskum fjölmiðlum.

Ennfremur sagði í tilkynning­unni: „Þingið álítur, að í auglýsingarherferð þessari sé farið með rangt mál, bæði hvað varðar íslenskt þjóðlíf og hegðun íslenskra kvenna. Þingið telur, að með þessu sé verið að brjóta í bága við jafnréttislögin og almennt velsæmi, þar sem lesa má úr auglýsingunum að íslenskar konur séu falar erlendum ferðamönnum. Þingið telur einnig að auglýsingamennska Flugleiða sé Íslendingum ekki samboðin og að fyrirtækið vanvirði þjóðina út á við með slíkum ósannindum.“

Leiddir um gleðigötur

Gylfa Kristinssyni, sem búsettur var í Uppsölum, brá einnig í brún þegar hann rak augun í téða auglýsingu. Það kom honum spánskt fyrir sjónir að þrjár kviknaktar ungar konur í einni og sömu lopapeysunni skyldu bíða eftir að sinna lúnum ferðalangi og leiða hann um gleðigötur skemmtiborgarinnar Reykjavíkur. Borgarinnar sem breytist í iðandi stórborg þegar húmið fellur á.

Sigmund, skopteiknari Morgunblaðsins, tók að sjálfsögðu snúing á málinu.
Sigmund, skopteiknari Morgunblaðsins, tók að sjálfsögðu snúing á málinu.


„Hér í Svíþjóð skildi fólk strax hvað klukkan sló,“ skrifaði hann í Tímann. „Síðastliðinn vetur var töluvert fjallað um svokallaðar „sexresor“ til Bangkok. Þessar ferðir voru skipulagðar af ferðaskrifstofum sem vægast sagt eru ekki vandar að virðingu sinni. Í hugum fólks hér í landi eru tengslin augljós. Enda leið ekki á löngu þar til útbreiddasta dagblað Svíþjóðar, Expressen, sem kemur daglega út í tæplega 600.000 eintökum, keypti þennan „girnilega“ helgarpakka og sendi kvenkynsblaðamann sinn til að kanna innihaldið.“

Nánar er fjallað um þetta hitamál í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka