Lögreglu barst neyðarboð frá strætó í dag um að tveir farþegar höfðu veist að ökumanni. Annar mannanna á að hafa tekið upp hníf og ógnað ökumanni með honum. Ekki vitað hvort ökumanni varð meint af og er málið í rannsókn hjá lögreglu.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Þá var yfirstandandi innbrot á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt til lögreglu í dag. Þegar lögregla koma á staðinn reyndist gerandinn vera ofurölvi og áttaviltur og var honum ekið heim til sín.
Einnig barst lögreglu tilkynningu um ógnandi mann í dag. Þegar lögregla kom á vettvang og fann aðilann kom í ljós að hann var grunaður í þjófnaðarmáli fyrr um daginn. Eitthvað af þýfinu fannst á honum og var hann vistaður í fangageymslu vegna málsins.
Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaður í akstri vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna í dag.