Mælt með örvunarbólusetningu við mænusótt og barnaveiki

Síðasti skammtur almennra bólusetninga er gefinn í 9. bekk grunnskóla.
Síðasti skammtur almennra bólusetninga er gefinn í 9. bekk grunnskóla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sóttvarnalæknir mælir með bólusetningu gegn barnaveiki og mænusótt fyrir öll ferðalög erlendis, fyrir 24 ára og eldri sem ekki hafa fengið slíkar bólusetningar á síðastliðnum 10 árum.

Þetta kemur fram í nýjum ráðleggingum á heimasíðu embættis landlæknis. Tilefnið er aukin tíðni innflutnings barnaveiki til Evrópu það sem af er ári og jafnframt fjölgunar innanlandssmita af mænuveiki, meðal annars í Bretlandi og Bandaríkjunum.

Þá eru foreldrar barna sem munu ferðast á næstunni hvattir til að staðfesta að börn hafi fengið alla skammta sem mælt er með m.v. aldur.

Síðasti skammtur þessara bóluefna í almennum bólusetningum er gefinn í 9. bekk í grunnskóla, við 14–15 ára aldur. Foreldrar geta séð bólusetningar barna undir 16 ára aldri í þeirra forsjá í Heilsuveru, nauðsynlegt er að hafa fengið a.m.k. 3 skammta af hvoru bóluefni til að einstaklingur teljist fullbólusettur, óháð aldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka