Mikil spenna á Íslandsmóti kvenna

Hér sjást Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sólveig Jakobsdóttir sem leiða mótið …
Hér sjást Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sólveig Jakobsdóttir sem leiða mótið spila við þær Hallveigu Karlsdóttir og Svanhildi Hall. Ljósmynd/Aðsend

Spennan á Íslandsmóti kvenna í tvímenningi í bridge er í hámarki sem stendur þar sem annar dagur keppni er að hefjast. 

Mörg pör skiptust á forystu í gær en Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sólveig Jakobsdóttir leiða með 59,3% skor.

Í öðru sæti eru Harpa Fold Ingólfsdóttir og María Bender með 58,1% skor og í því þriðja eru Sigurbjörg Gísladóttir og Þóranna Pálsdóttir með 57,38% skor. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka