Mikill eldur í bakhúsi við Grandagarð

Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins.
Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Eldur kviknaði í bakhúsi við Grandagarð í Reykjavík í nótt. Mikill eldur og reykur var þegar slökkviliðið kom á staðinn, en greiðlega gekk að ná tökum á ástandinu og ráða niðurlögum eldsins, að fram kemur á Facebook-síðu slökkviliðsins.

Það tókst að koma í veg fyrir að eldur læsti sig í nærliggjandi byggingar en bakhúsið sjálft er ónýtt eftir brunann.

Fjórir dælubílar slökkviliðsins og 18 slökkviliðsmenn tóku þátt í verkefninu, en það tók um tvær klukkustundir.

Einnig kviknaði eldur við Lómasali í Kópavogi í gærkvöldi, en þar hafði dót verið lagt á eldavél. töluvert tjón varð af eldi, sót og reyk.

Þá hefur verið farið í 120 sjúkraflutninga síðastliðinn sólarhring, þar af 38 í forgangi.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka