Þrátt fyrir norðanstrekking og kulda var talsverður mannfjöldi á samstöðufundi með Erlu Bolladóttur sem haldinn var í dag kl. 14 á Austurvelli. Margar ræður voru haldnar til stuðnings Erlu og Tryggvi Rúnar Brynjarsson segir að hann hafi iðulega tárast því þær hreyfðu svo mikið við honum.
Tryggvi hefur verið talsvert í fjölmiðlum vegna fundarins, en hann er dóttursonur Tryggva Rúnars Leifssonar sem var dæmdur í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu en síðan sýknaður með dómi Hæstaréttar árið 2018.
Tryggvi hefur verið talsvert í fjölmiðlum vegna fundarins, en hann er dóttursonur Tryggva Rúnars Leifssonar sem var dæmdur í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu en síðan sýknaður með dómi Hæstaréttar árið 2018.
„Minn hvati íþessu máli er sá að úr því að afi minn sé dáinn,þá finnst mér að ég þurfi að tala fyrst að hann getur það ekki. Við afi vorum mjög nánir og tengdir mjög sterkum böndum. Allt sem hann gaf mér lifir ennþá í mér og ég upplifi að ég sé drifinn áfram af þessari tilfinningalegu tengingu," segir Tryggvi.
Eftir upphafsræðu Tryggva á fundinum tók til máls Soffía Sigurðardóttir. „Hún minnti okkur á að við mættum ekki gleyma þessum horfnu mönnum, Guðmundi og Geirfinni, í þessu máli og hún sagði líka að rannsóknin öll á málinu væri gríðarleg vanvirðing við þá og þeirra fjölskyldur.“
Tryggvi segir að Ólöf Tara Harðardóttir stjórnarkona Öfga hafi tengt málið allt út frá kynjuðu sjónarhorni. „Hún fjallaði um mál sem hún taldi vera sambærileg þar sem ungar konur hafa verið misnotaðar í tafli einhverra valdamikilla karla. Það var mjög áhugavert og hreyfði líka við manni.“
Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkjuprestur talaði síðan um að öll meðferð þessa máls sýni að það vanti kristileg gildi inn í réttarkerfið og loka tók Erla Bolladóttir til máls.
„Hún talaði um þá í málinu sem eru fallnir frá og þar var meðal annars afa minn og nafna sem hún talaði um, og líka Sævar og Kristján Viðar. Hún sagðist alltaf finna fyrir þeirra nærveru. Svo fór yfir allt málið og hvernig það þróaðist. Það var örugglega lengsta ræðan í dag.”
Tryggvi sagði að Erla hefði þakkað mikið fyrir alla samstöðuna og velvildina sem hún hefur fundið fyrir.
Þegar Tryggvi er spurður hver verði næstu skref eftir þennan samstöðufund segir hann að það verði að koma í ljós. „En við bindum vonir við að valdhafar bregðist við þeirri kröfu að setja á fót sérstaka óháða ogsjálfstæða rannsóknarnefnd sem fari almennilega ofan í saumana á þessu máli og gangi frá því í eitt skipti fyrir öll, svo hægt sé að halda jarðarför þessa máls.“