Mjög tilfinningaþrungin stund

Tryggvi hóf fundinn og talaði mest um kröfuna um að …
Tryggvi hóf fundinn og talaði mest um kröfuna um að Alþingi skipaði óháða og sjálfstæða nefnd til að fara yfir allt málið og dómana. mbl.is/Óttar Geirsson

Þrátt fyr­ir norðan­strekk­ing og kulda var tals­verður mann­fjöldi á sam­stöðufundi með Erlu Bolla­dótt­ur sem hald­inn var í dag kl. 14 á Aust­ur­velli. Marg­ar ræður voru haldn­ar til stuðnings Erlu og Tryggvi Rún­ar Brynj­ars­son seg­ir að hann hafi iðulega tár­ast því þær hreyfðu svo mikið við hon­um. 

Tryggvi hef­ur verið tals­vert í fjöl­miðlum vegna fund­ar­ins, en hann er dótt­ur­son­ur Tryggva Rún­ars Leifs­son­ar sem var dæmd­ur í Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­inu en síðan sýknaður með dómi Hæsta­rétt­ar árið 2018. 

Tryggvi hef­ur verið tals­vert í fjöl­miðlum vegna fund­ar­ins, en hann er dótt­ur­son­ur Tryggva Rún­ars Leifs­son­ar sem var dæmd­ur í Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­inu en síðan sýknaður með dómi Hæsta­rétt­ar árið 2018. 

Tal­ar fyrst afi hans get­ur það ekki

„Minn hvati íþessu máli er sá að úr því að afi minn sé dá­inn,þá finnst mér að ég þurfi að tala fyrst að hann get­ur það ekki. Við afi vor­um mjög nán­ir og tengd­ir mjög sterk­um bönd­um. Allt sem hann gaf mér lif­ir ennþá í mér og ég upp­lifi að ég sé drif­inn áfram af þess­ari til­finn­inga­legu teng­ingu," seg­ir Tryggvi.

Eft­ir upp­hafs­ræðu Tryggva á fund­in­um tók til máls Soffía Sig­urðardótt­ir. „Hún minnti okk­ur á að við mætt­um ekki gleyma þess­um horfnu mönn­um, Guðmundi og Geirfinni, í þessu máli og hún sagði líka að rann­sókn­in öll á mál­inu væri gríðarleg van­v­irðing við þá og þeirra fjöl­skyld­ur.“

Þakkaði vel­vild­ina

Tryggvi seg­ir að Ólöf Tara Harðardótt­ir stjórn­ar­kona Öfga hafi tengt málið allt út frá kynjuðu sjón­ar­horni. „Hún fjallaði um mál sem hún taldi vera sam­bæri­leg þar sem ung­ar kon­ur hafa verið mis­notaðar í tafli ein­hverra valda­mik­illa karla. Það var mjög áhuga­vert og hreyfði líka við manni.“

Þeir sem eru falln­ir frá

Hjört­ur Magni Jó­hanns­son Frí­kirkjuprest­ur talaði síðan um að öll meðferð þessa máls sýni að það vanti kristi­leg gildi inn í rétt­ar­kerfið og loka tók Erla Bolla­dótt­ir til máls.

„Hún talaði um þá í mál­inu sem eru falln­ir frá og þar var meðal ann­ars afa minn og nafna sem hún talaði um, og líka Sæv­ar og Kristján Viðar. Hún sagðist alltaf finna fyr­ir þeirra nær­veru. Svo fór  yfir allt málið og hvernig það þróaðist. Það var ör­ugg­lega lengsta ræðan í dag.”

Tryggvi sagði að Erla hefði þakkað mikið fyr­ir alla sam­stöðuna og vel­vild­ina sem hún hef­ur fundið fyr­ir.

Halda jarðarför þessa máls

Þegar Tryggvi er spurður hver verði næstu skref eft­ir þenn­an sam­stöðufund seg­ir hann að það verði að koma í ljós. „En við bind­um von­ir við að vald­haf­ar bregðist við þeirri kröfu að setja á fót sér­staka óháða og­sjálf­stæða rann­sókn­ar­nefnd sem fari al­menni­lega ofan í saum­ana á þessu máli og gangi frá því í eitt skipti fyr­ir öll, svo hægt sé að halda jarðarför þessa máls.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert