Reykjavíkurborg hvetur ökumenn til að nota frekar góð vetrardekk í staðinn fyrir nagladekk. Tekið er fram að notkun þeirra sé ekki bönnuð frá 1. nóvember til 15. apríl, en hún sé ekki æskileg af mörgum ástæðum.
„Þau slíta malbikið verulega hratt og rekstrarkostnaður þeirra verður óþarflega mikill. Þau flýta fyrir djúpum raufum í malbikið. Nagladekk skapa hávaða sem hægt væri að koma í veg fyrir með því að velja góð vetrardekk í staðinn. Nagladekk auka einnig eldsneytiskostnað bifreiða,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Þá valdi nagladekk svifryki sem leggist í öndunarfæri og lungu fólks.
Mikilvægt sé því að draga úr hlutfalli slíkra dekkja á götum borgarinnar og eru ökumenn beðnir um að hugsa sig tvisvar um á‘ur en þeir setja nagladekk undir bílinn.