Ökumenn hugsi sig tvisvar um

Nagladekk auka svifryksmengun.
Nagladekk auka svifryksmengun. mbl.is/Árni Sæberg

Reykja­vík­ur­borg hvet­ur öku­menn til að nota frek­ar góð vetr­ar­dekk í staðinn fyr­ir nagla­dekk. Tekið er fram að notk­un þeirra sé ekki bönnuð frá 1. nóv­em­ber til 15. apríl, en hún sé ekki æski­leg af mörg­um ástæðum.

„Þau slíta mal­bikið veru­lega hratt og rekstr­ar­kostnaður þeirra verður óþarf­lega mik­ill. Þau flýta fyr­ir djúp­um rauf­um í mal­bikið. Nagla­dekk skapa hávaða sem hægt væri að koma í veg fyr­ir með því að velja góð vetr­ar­dekk í staðinn. Nagla­dekk auka einnig eldsneyt­is­kostnað bif­reiða,“ seg­ir meðal ann­ars í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

Þá valdi nagla­dekk svifryki sem legg­ist í önd­un­ar­færi og lungu fólks.

Mik­il­vægt sé því að draga úr hlut­falli slíkra dekkja á göt­um borg­ar­inn­ar og eru öku­menn beðnir um að hugsa sig tvisvar um á‘ur en þeir setja nagla­dekk und­ir bíl­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert