Staðan óbreytt í Grímsvötnum

Eldstöðin í Grímsvötnum gæti farið að láta á sér kræla, …
Eldstöðin í Grímsvötnum gæti farið að láta á sér kræla, enda 11 ár komin frá síðasta gosi. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

„Staðan virðist vera svipuð og verið hef­ur,“ seg­ir Böðvar Sveins­son nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, um hlaup í Grím­svötn­um.

„Það get­ur verið að við náum topp­in­um á vatns­flaumn­um sem renn­ur und­an jökl­in­um í nótt. En það er erfitt að meta rennslið í Gígju­kvísl því hún gref­ur sig svo. En við ætt­um að sjá flóðatopp­inn niðri við brú í dag. En þetta er ekk­ert svaka­legt flóð,“ seg­ir hann.

Gýs yf­ir­leitt á tíu ára fresti í Grím­svötn­um

Böðvar seg­ir að verið sé að fylgj­ast með eld­stöðinni vegna lækk­un­ar á þrýst­ings sem gæti hugs­an­lega leitt til eld­goss. „Við erum samt ekki að sjá nein merki um það ennþá, en við fylgj­umst grannt með þessu," seg­ir hann og bæt­ir við að eld­stöðin sé líka kom­in á tíma, en síðast gaus árið 2011 og yf­ir­leitt eru gos í Grím­svötn­um með um það bil tíu ára milli­bili.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert