Þetta var níu ára meðganga

Elfar segir Jón Kalman hafi gefið honum frjálsar hendur við …
Elfar segir Jón Kalman hafi gefið honum frjálsar hendur við handritsgerðina, en myndin er byggð á samnefndri bók Jóns Kalmans. mbl.is/Ásdís

„Jón Kalman setti engin skilyrði og hvatti mig til að gera sjálfstætt verk byggt á bókinni, í anda þess sem ég hafði deilt með honum yfir kaffisopanum. Það gaf mér frelsi og vind í seglin,“ segir hann og segir Jón Kalman hafa lesið handritið á mismunandi stigum og gefið sér góða punkta.

Níu ár eru liðin frá þessum fyrsta fundi.

„Þetta var níu ára meðganga, ekki níu mánaða!“ segir Elfar og segir að oft sé þetta svona í kvikmyndagerð en helsta hindrunin eru ávallt öflun fjármagns.

Ólafur Darri Ólafsson leikur eitt stærsta hlutverkið í kvikmyndinni Sumarljós …
Ólafur Darri Ólafsson leikur eitt stærsta hlutverkið í kvikmyndinni Sumarljós og svo kemur nóttin.

Í kvikmyndinni má finna einvalalið landsþekktra leikara, eins og Ólaf Darra Ólafsson, Söru Dögg Ásgeirsdóttur, Þorstein Bachmann, Heiðu Reed, Svein Ólaf Gunnarsson, Jóhann Sigurðsson, Kristbjörgu Kjeld og Hinrik Ólafsson svo einhverjir séu nefndir. Tvær ólærðar leikkonur, Ebba Guðný Guðmundsdóttir og eiginkona Elfars, Anna María Pitt, leika einnig í myndinni.

Hjarta og sál

„Það var meiriháttar í alla staði að fá að vinna með þessu frábæra listafólki. Íslenskir leikarar eru lausir við allt pjatt og ég fann strax í æfingaferlinu að það var sameiginlegur skilningur á því sem við vorum að gera, á mannlega þættinum, og við vorum samstillt í að gera sögu um venjulegt fólk í óvenjulegum aðstæðum. Þau lögðu öll hjarta sitt og sál í að gæða þessar persónur lífi.“

Spurður út í ólærðu leikkonurnar tvær segir Elfar að báðar hafi þær komið í prufur fyrir hlutverkin og staðið sig vel, en hann bað sjálfur eiginkonuna að koma í prufu.

Elfar Aðalsteins leikstýrði og skrifaði handrit að kvikmyndinni Sumarljós og …
Elfar Aðalsteins leikstýrði og skrifaði handrit að kvikmyndinni Sumarljós og svo kemur nóttin. Kona hans, Anna María Pitt, leikur þar hlutverk. mbl.is/Ásdís

En ef hún hefði ekki getað leikið?

„Þá hefði hún ekki fengið hlutverkið. Og líklegast ekki talað við mig í mánuð,“ segir hann og hlær.

Ítarlegt viðtal er við Elfar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert