Þetta var níu ára meðganga

Elfar segir Jón Kalman hafi gefið honum frjálsar hendur við …
Elfar segir Jón Kalman hafi gefið honum frjálsar hendur við handritsgerðina, en myndin er byggð á samnefndri bók Jóns Kalmans. mbl.is/Ásdís

„Jón Kalm­an setti eng­in skil­yrði og hvatti mig til að gera sjálf­stætt verk byggt á bók­inni, í anda þess sem ég hafði deilt með hon­um yfir kaffi­sop­an­um. Það gaf mér frelsi og vind í segl­in,“ seg­ir hann og seg­ir Jón Kalm­an hafa lesið hand­ritið á mis­mun­andi stig­um og gefið sér góða punkta.

Níu ár eru liðin frá þess­um fyrsta fundi.

„Þetta var níu ára meðganga, ekki níu mánaða!“ seg­ir Elf­ar og seg­ir að oft sé þetta svona í kvik­mynda­gerð en helsta hindr­un­in eru ávallt öfl­un fjár­magns.

Ólafur Darri Ólafsson leikur eitt stærsta hlutverkið í kvikmyndinni Sumarljós …
Ólaf­ur Darri Ólafs­son leik­ur eitt stærsta hlut­verkið í kvik­mynd­inni Sum­ar­ljós og svo kem­ur nótt­in.

Í kvik­mynd­inni má finna ein­valalið landsþekktra leik­ara, eins og Ólaf Darra Ólafs­son, Söru Dögg Ásgeirs­dótt­ur, Þor­stein Bachmann, Heiðu Reed, Svein Ólaf Gunn­ars­son, Jó­hann Sig­urðsson, Krist­björgu Kj­eld og Hinrik Ólafs­son svo ein­hverj­ir séu nefnd­ir. Tvær ólærðar leik­kon­ur, Ebba Guðný Guðmunds­dótt­ir og eig­in­kona Elfars, Anna María Pitt, leika einnig í mynd­inni.

Hjarta og sál

„Það var meiri­hátt­ar í alla staði að fá að vinna með þessu frá­bæra lista­fólki. Íslensk­ir leik­ar­ar eru laus­ir við allt pjatt og ég fann strax í æf­inga­ferl­inu að það var sam­eig­in­leg­ur skiln­ing­ur á því sem við vor­um að gera, á mann­lega þætt­in­um, og við vor­um sam­stillt í að gera sögu um venju­legt fólk í óvenju­leg­um aðstæðum. Þau lögðu öll hjarta sitt og sál í að gæða þess­ar per­són­ur lífi.“

Spurður út í ólærðu leik­kon­urn­ar tvær seg­ir Elf­ar að báðar hafi þær komið í pruf­ur fyr­ir hlut­verk­in og staðið sig vel, en hann bað sjálf­ur eig­in­kon­una að koma í prufu.

Elfar Aðalsteins leikstýrði og skrifaði handrit að kvikmyndinni Sumarljós og …
Elf­ar Aðal­steins leik­stýrði og skrifaði hand­rit að kvik­mynd­inni Sum­ar­ljós og svo kem­ur nótt­in. Kona hans, Anna María Pitt, leik­ur þar hlut­verk. mbl.is/Á​sdís

En ef hún hefði ekki getað leikið?

„Þá hefði hún ekki fengið hlut­verkið. Og lík­leg­ast ekki talað við mig í mánuð,“ seg­ir hann og hlær.

Ítar­legt viðtal er við Elf­ar í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert