Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo einstaklinga í nótt vegna líkamsárása, en um var að ræða tvö aðskilin mál.
Annar var handtekinn í hverfi 104 og var vistaður í fangaklefa. Hann bíður skýrslutöku þegar rennur af honum, að fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.
Hinn var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur og var hann undir miklum áhrifum fíkniefna og óviðræðuhæfur með öllu. Hann einnig var vistaður í fangaklefa.