Gular viðvaranir enn í gildi og vegir lokaðir

Gular viðvaranir eru enn í gildi á Norðurlandi og verða fram yfir hádegi vegna hvassviðris og úrkomu.

Þungfært er vegna hríðarveðurs og fjallvegir víða lokaðir, meðal annars Möðrudalsöræfi, Dettifossvegur, Mývatnsöræfi og Vopnafjarðarheiði. Þá er Fjarðarheiði einnig lokuð.

Þurrt og bjart er sunnan heiða en varasamir vindstrengir eru við fjöll. Það lægir smám saman og dregur úr úrkomu seinnipartinn. 

Veðurhorfur næstu daga:

Á mánudag:

Breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað, en birtir til er líður á daginn norðan til. Bjart sunnanlands. Hiti 1 til 9 stig, hlýjast sunnanlands.

Á þriðjudag og miðvikudag:

Suðvestanátt og skýjað vestanlands, en bjart austan til. Hiti 3 til 10 stig yfir daginn.

Á fimmtudag:

Stíf austanátt með rigningu sunnanlands, en hægari og þurrt norðan- og austanlands. Hiti 3 til 10 stig, en nálægt frostmarki í innsveitum norðaustanlands.

Á föstudag:

Útlit fyrir norðanátt, skýjað og stöku él eða skúrir norðan til, en allvíða bjartviðri syðra. Kólnandi veður.

Á laugardag (fyrsti vetrardagur):

Hæg breytileg átt, skýjað að mestu og stöku skúrir vestanlands. Fremur svalt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert