Leituðu fólks á Vestfjörðum

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. mbl.is/​Eggert

Björgunarsveitir Landsbjargar leituðu fólks sem festist í bíl sínum á sunnanverðum Vestfjörðum í dag. Útkallið barst Landsbjörg klukkan 18.30 og fannst fólkið rétt fyrir klukkan níu í kvöld. Alls tóku þrjátíu manns þátt í leitinni.

Þetta segir Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörg, í samtali við mbl.is.

Löng bílaröð myndaðist

Gul­ar viðvar­an­ir hafa verið í gildi á Norður­landi í dag vegna hvassviðris og úr­komu en hvasst hefur verið víða um allt land. Að sögn Karenar hefur dagurinn í heildina verið rólegur hjá björgunarsveitum.

Nefnir Karen þó að akstursaðstæður hafi verið erfiðar á Suðurlandi sökum vinds og voru björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða vegna umferðaróhapps. Þá þurfti að loka veginum þar sem óhappið átti sér stað og þurfti fjöldi bíla að bíða af sér veðrið áður en þeir gátu haldið för sinni áfram.

Fjöldi bíla þurfti að bíða af sér veðrið. Líkt og …
Fjöldi bíla þurfti að bíða af sér veðrið. Líkt og sjá má á myndinni myndaðist löng bílaröð. Ljósmynd/Landsbjörg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka