Oft mikill leynilögguleikur

Kristín Svava sendi nýverið frá sér bókina Farsótt. Hundrað ár …
Kristín Svava sendi nýverið frá sér bókina Farsótt. Hundrað ár í Þingholtsstræti 25. Þar má lesa um sögu hússins og fólkið sem þar dvaldi. mbl.is/Ásdís

Í Farsótt dregur Kristín upp ljóslifandi myndir af fólki sem dvaldi löngum stundum í húsinu, annaðhvort sem íbúar, sjúklingar eða starfsfólk.

„Mig langaði að fara meira í persónu­sögurnar því það er svo gaman að vinna með þær og nota til að drífa áfram framvinduna. Ef maður vill skrifa fyrir víðan lesendahóp, þá held ég að allir hafi áhuga á fólki. Því lagði ég mikið í það að eltast við skemmtilegar persónur og segja þeirra sögu. En ég skálda ekkert, styðst bara við heimildir. Það er oft hægt að gera meira með heimildirnar en maður heldur og fara með þær í frumlegar og lifandi áttir. Ég reyndi að finna vísbendingar um hversdagslífið í húsinu og stemninguna. Ég nota kannski innkaupalista af sjúkrahúsunum, eða er vakandi fyrir lýsingum á til dæmis hvernig lykt var þar inni. Þetta nýti ég til að púsla öllu saman og búa til sögu,“ segir hún.

Það er eyðilegt um að litast í gamla Farsóttahúsinu, en …
Það er eyðilegt um að litast í gamla Farsóttahúsinu, en það stendur nú autt. Ljósmynd/Guðrún Lára Pétursdóttir

„Það sem er svo skemmtilegt við svona grúsk er að þetta er oft mikill leynilögguleikur.”

Ítarlegt viðtal er við Kristínu Svövu í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka