Skjálftahrina hófst úti á Reykjaneshrygg klukkan hálf níu í kvöld.
Hrinan hefur verið stöðugt í gangi síðan þá. Tveir stórir skjálftar hafa riðið yfir, sá stærsti var 4,4 að stærð og sá næst stærsti var 3,9 að stærð.
Þetta staðfestir veðurfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands.
Skjálftarnir eiga upptök sín um 15 kílómetra norðaustur af Eldeyjarboða, töluvert langt frá landi.