Andlát: Karitas H. Gunnarsdóttir

Karitas H. Gunnarsdóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Karitas H. Gunnarsdóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Ka­ritas H. Gunn­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri í mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­inu, er lát­in 62 ára að aldri. Ka­ritas lét af störf­um í ráðuneyt­inu fyrr á þessu ári en hún var í hópi reynd­ustu starfs­manna stjórn­ar­ráðsins.

Ka­ritas var lög­fræðing­ur frá Há­skóla Íslands og lauk fram­halds­námi í höf­und­ar­rétti í Kaup­manna­höfn í Dan­mörku. Hún starfaði við fjöl­miðla áður en hún hóf störf í um­hverf­is­ráðuneyt­inu árið 1993. Hún flutti sig yfir í mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið árið 1995 þar sem hún var staðgeng­ill ráðuneyt­is­stjóra und­an­far­in tólf ár.

Ka­ritas var gift Kjart­ani Ólafs­syni, út­flytj­anda sjáv­ar­af­urða. Son­ur Ka­ritas­ar er Gauk­ur Jör­unds­son, fædd­ur 1988, og son­ur Kjart­ans er Guðmar Valþór, fædd­ur 1982.

Ka­ritas var fædd í Reykja­vík 27. júní árið 1960. Faðir henn­ar var leik­ar­inn Gunn­ar Eyj­ólfs­son, fædd­ur 1926, lát­inn 2016. Móðir henn­ar er Guðríður Katrín Ara­son, fædd 1926. Syst­ir henn­ar er Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, alþing­ismaður og formaður Viðreisn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert