Fjórir handteknir vegna líkamsárásar

Á einum fannst vopn sem var haldlagt.
Á einum fannst vopn sem var haldlagt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjórir voru handteknir í gærkvöldi vegna líkamsárásar í heimahúsi og voru þeir allir í annarlegu ástandi. 

Einn til viðbótar var síðar handtekinn skammt frá vettvangi þar sem hann fór húsavillt. Ætlaði hann að reyna að komast inn í hús sem hann taldi vera það sama og árásin átti sér stað í. 

Í dagbók lögreglu kemur fram að á einum manninum hafi fundist fíkniefni í söluumbúðum ásamt fjármunum sem talin eru vera ágóði af fíkniefnasölu. Á enn öðrum fannst síðan vopn sem lagt var hald á.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið til rannsóknar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert