Furðar sig á gjafakortum ÁTVR

Aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að hún fái ekki séð að þessi …
Aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að hún fái ekki séð að þessi nýjung gangi gegn stefnu stjórnvalda eða hlutverki ÁTVR. mbl.is/Unnur Karen

ÁTVR hóf nýverið að selja gjafakort í Vínbúðunum og í vefverslun Vínbúðanna. Þessi nýja þjónusta er kynnt á heimasíðu Vínbúðanna þannig að kortin gildi í Vínbúðum um allt land og fólk geti valið hvaða upphæð sem er. Tekið er fram að kortin séu afgreidd í fallegu gjafaumslagi og séu tilvalin tækifærisgjöf.

Arnar Sigurðsson, vínkaupmaður í Sante, furðar sig á þessari nýjung.

„Meginmarkmið áfengislaga samkvæmt 1. grein er að „vinna gegn misnotkun áfengis“ og þótt ótrúlegt megi virðast þá finnst ennþá fólk sem trúir þeirri bábilju,“ segir hann.

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins að hún fái ekki séð að þessi nýjung gangi gegn stefnu stjórnvalda eða hlutverki ÁTVR.

Umfjöllunina í heild sinni má nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka