María og Harpa sigurvegarar á Íslandsmóti

Sigurvegarar á Íslandsmóti kvenna í tvímenningi.
Sigurvegarar á Íslandsmóti kvenna í tvímenningi. Ljósmynd/Aðsend

María Bender og Harpa Fold eru sigurvegarar Íslandsmóts kvenna í tvímenningi í brids.

Mótið var spilað um helgina, frá föstudegi til sunnudags.

María og Harpa tóku forystu strax á laugardagsmorgun og héldu henni til loka mótsins. Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sólveig Jakobsdóttir urðu í öðru sæti.

Í þriðja sæti urðu svo Guðný Guðjónsdóttir og Rosemary Shaw eftir spennandi baráttu.

Kemur fram á heimasíðu Bridgesambands Íslands að mótið hafi verið vel heppnað í alla staði og spennandi.

Efstu pör urðu eftirfarandi:

Harpa Fold Ingólfsdóttir og María Haraldsdóttir Bender með 59,89% skor
Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sólveig Jakobsdóttir með 57,78% skor
Guðný Guðjónsdóttir og Rosemary Shaw með 53,56% skor


Auk þess fengu aukaverðlaun fyrir sigur í einstökum lotum: 

Anna Guðlaug Níelsen og Helga Helena Sturlaugsdóttir

Ingibjörg Halldórsdóttir og Ólöf Thorarensen

Arngunnur Jónsdóttir og Alda Guðnadóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert