Missa bílastæði vegna nýs stígs

Plássið hefur reynst mikilvægt bæði í útköllum og yfir hátíðarnar …
Plássið hefur reynst mikilvægt bæði í útköllum og yfir hátíðarnar þegar björgunarsveitin selur til að mynda jólatré og flugelda. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík (FBSR) kemur til með að missa hluta af bílastæðum sínum sunnan við húsnæði sitt í Öskjuhlíð og hjólastígur verður lagður þar í staðinn. Afnotasamningur vegna svæðisins rann út árið 2019 og hjólastíginn þarf að færa vegna uppbyggingar á nálægri lóð.

Bréf umhverfis- og skipulagssviðs var í síðustu viku samþykkt í borgarráði þar sem fulltrúar meirihlutans kusu með.

Magnús Viðar Sigurðsson, formaður Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, segir sveitina lengi hafa vitað af fyrirhuguðum stíg en plássið sé þeim mikilvægt bæði í útköllum og fjáröflun í kringum jól og áramót.

„Við sendum fyrirspurn um hvort hægt væri að gera meira svæði fyrir okkur og fengum neitun,“ segir Magnús.

Nánari umfjöllun má nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert