Mennirnir tveir sem nú sæta gæsluvarðhaldi vegna meints undirbúnings á hryðjuverkum ræddu sín á milli um að drepa Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra.
Þetta hefur mbl.is eftir áreiðanlegum heimildum en RÚV greindi fyrst frá.
Samkvæmt heimildum RÚV lét ríkislögreglustjóri ráðherra vita af þessu í kjölfar þess að mennirnir voru handteknir og var Guðlaugur Þór kallaður til skýrslutöku vegna þessa.
Fyrir viku síðan greindi umræðu- og fréttavefurinn Samstöðin frá því að lögreglan hefði kallað bæði Gunnar Smára Egilsson, framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins, og Sólveigu í vitnaleiðslur. Þar hefðu Sólveigu verið sýnd samskipti mannanna sem kölluðu hana meðal annars „kommalufsu“. Í kjölfarið komu ummæli um að drepa hana.
Mennirnir tveir, sem eru á þrítugsaldri, voru báðir úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í fjórar vikur sl. föstudag.