Ræddu morð á Guðlaugi

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.

Mennirnir tveir sem nú sæta gæsluvarðhaldi vegna meints undirbúnings á hryðjuverkum ræddu sín á milli um að drepa Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra.

Þetta hefur mbl.is eftir áreiðanlegum heimildum en RÚV greindi fyrst frá.

Samkvæmt heimildum RÚV lét ríkislögreglustjóri ráðherra vita af þessu í kjölfar þess að mennirnir voru handteknir og var Guðlaugur Þór kallaður til skýrslutöku vegna þessa.

Ræddu morð á Gunnari og Sólveigu

Fyrir viku síðan greindi umræðu- og fréttavefurinn Samstöðin frá því að lög­regl­an hefði kallað bæði Gunn­ar Smára Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóra Sósí­al­ista­flokks­ins, og Sól­veigu í vitna­leiðslur. Þar hefðu Sól­veigu verið sýnd sam­skipti mann­anna sem kölluðu hana meðal ann­ars „komm­alufsu“. Í kjöl­farið komu um­mæli um að drepa hana.

Mennirnir tveir, sem eru á þrítugsaldri, voru báðir úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í fjórar vikur sl. föstudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert