Aukast um 130 milljarða

Skuldaaukningin skýrist ekki síst af niðursveiflunni í kórónuveirufaraldrinum og aðgerðum …
Skuldaaukningin skýrist ekki síst af niðursveiflunni í kórónuveirufaraldrinum og aðgerðum stjórnvalda til að milda höggið af farsóttinni í hagkerfinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ríkisskuldirnar hafa aukist um 130 milljarða frá áramótum og munar mest um verðtryggðar skuldir en þær hafa aukist um 182 milljarða.

Skuldaaukningin skýrist ekki síst af niðursveiflunni í kórónuveirufaraldrinum og aðgerðum stjórnvalda til að milda höggið af farsóttinni í hagkerfinu.

Óverðtryggðar og erlendar skuldir hafa hins vegar lækkað í ár.

Áhugi erlendra aðila

Björgvin Sighvatsson, forstöðumaður Lánamála ríkisins, segir útgáfu ríkisskuldabréfa hafa gengið vel í ár og að erlendir aðilar hafi meðal annars sýnt henni áhuga.

Áhuginn sé styrkleikamerki fyrir íslenska hagkerfið.

„Þetta sýnir að tekist hefur að fjármagna ríkissjóð á innlendum markaði. Það hefur verið hallarekstur á ríkissjóði og hann hefur þurft að gefa mikið út, á sama tíma og vaxtastigið hefur farið hækkandi innanlands. Ég myndi segja að það sé styrkleikamerki að ríkissjóður hafi náð að gefa út það sem hann ætlaði sér,“ segir Björgvin. Nánar er fjallað um málið í blaðinu í dag.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert