„Þetta er bara barnaverndarmál“

Piltar sem veittust að fólki af handahófi í miðbænum voru …
Piltar sem veittust að fólki af handahófi í miðbænum voru handteknir og vistaðir á viðeigandi stofnun. Málið er nú á borði barnaverndar. mbl.is/Ari

„Þetta er bara barnaverndarmál og það er að fara í það ferli núna, við getum ósköp lítið sagt á þessu stigi málsins,“ segir Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður út í þrjá fjórtán ára unglinga sem veittust að fólki af handahófi í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið, slógu það niður og ógnuðu því með eggvopnum.

Leggur Rafn áherslu á að þarna sé væntanlega um einangrað atvik að ræða og ákaflega ósennilegt teljist að almennir borgarar þurfi að óttast að ungmenni veitist að þeim eins og gerðist um helgina.

Eins og haft er eftir lögreglu um helgina í viðlagðri frétt mbl.is voru drengirnir vistaðir á viðeigandi stofnun á meðan mál þeirra er í vinnslu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka