Um 240 skjálftar frá því að hrinan hófst

Um 240 skjálftar hafa mælst við Reykjanesið frá því að …
Um 240 skjálftar hafa mælst við Reykjanesið frá því að hrinan hófst í gær. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Skjálftahrinan sem hófst klukkan hálfníu í gærkvöldi um 15 km norðaustur af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg hefur farið minnkandi frá því í nótt en heldur þó áfram. Þetta segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 

Frá því að hrinan byrjaði hafa um 240 skjálftar mælst en stærstu skjálftarnir í hrinunni hafa verið 4,4 að stærð kl. 22:11, 4,3 að stærð kl. 23:36 og 4,0 að stærð kl. 23:34. 

Rólegt í Mýrdalsjökli í nótt

Aukin skjálftavirkni hefur verið að mælast í Mýrdalsjökli frá því á laugardaginn. Í gærmorgun mældist skjálfti af stærð 3,0 og klukkan 11.50 varð skjálfti af stærð 3,8 þar. Skjálftarnir hafa allir orðið nærri sigkötlum 10 og 11 í austanverðri Kötluöskju.

„Það hefur verið voða rólegt þar í nótt,“ segir Bryndís spurð út í stöðu mála í Mýrdalsjökli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert