Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir nauðgun með því að hafa brotið gegn konu sem ekki gat spornað við verknaðinum sökum svefndrunga. Í ákæru málsins segir að maðurinn hafi haft haft samræði við konuna í svefnherbergi hennar eftir að hún var sofnuð og án hennar samþykkis.
Ákæruvaldið fer fram á að manninum verði gerð refsing en konan fer að auki fram á 5 milljónir í miskabætur auk málskostnaðar.
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness fyrir einni og hálfri viku síðan.