Beint: Dagur breytingaskeiðsins

Ljósmynd/Thinkstock
Í dag er alþjóðlegur dagur breytingaskeiðis haldinn i fyrsta skipti á Íslandi. Í ár er yfirskrift dagsins á heimsvísu heilaþoka og minnisleysi.

Í tilefni dagsins verður haldinn ókeypis viðburður á Grand hótel milli kl 16.30 og 19.00 og verða þar flutt erindi sem snúa fyrst og fremst að fræðslu til kvenna um þetta skeið og sömuleiðis verður sjónum beint að því hvað hægt sé að gera vegna ótímabærs brottfalls kvenna 40 ára og eldri út af vinnumarkaði.

Dagskrá málþingsins er eftirfarandi:  

16.00-16.30 - Húsið opnar.

16.30-16.40 - Björk Jakobsdóttir opnar viðburðinn. 

16.40-17.10 - Breytingaskeiðið er í þínum höndum - Sonja Bergmann & Harpa Lind, hjúkrunarfræðingar GynaMEDICA.

17.10-17.25 -  Líney Árnadóttir frá forvarnarsviði VIRK.

Líney veitir fræðslu um verkefni hjá forvarnarsviði VIRK.

17.25-17.40 - Hlé.

17.40-18.00 - Tinna Sigurðardóttir, Í blóma lífsins eða hvað? Reynslusaga Tinnu af breytingaskeiðinu. 

18.00-18.25 - Er þetta bara í hausnum á þér?! - Hanna Lilja Oddgeirsdóttir, læknir og stofnandi GynaMEDICA.

18.25- 18.35 - Lovísa Ósk Gunnarsdóttir - When the Bleeding Stops. Lovísa deilir reynslu sinni af því að semja dansverk um breytingaskeiðið, hvernig það kom til, hvernig það breytti sýn hennar og hvað er framundan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert