Áætla má að um 11 þúsund farsímum hafi verið skilað í endurvinnslu til Efnarásar, dótturfélags Hringrásar, hér á landi undanfarin tvö ár.
Guðmundur Árni Jónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir þetta þýða að lítið hlutfall af seldum símum skili sér til endurvinnslu þangað.
Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri Sorpu, segir afar mikilvægt að farsímum og öðrum raftækjum sé komið í endurvinnslu. Bæði séu hættuleg efni í mörgum tækjanna og eins sé í þeim gríðarlega mikið af auðlindum í formi málma og annarra efna. 4