Fjalla um rannsóknarheimildir lögreglu

Dómsmálaráðherra leggur til að forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu verði rýmkaðar.
Dómsmálaráðherra leggur til að forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu verði rýmkaðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frumvarp dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir verður krufið til mergjar á hátíðarmálþingi Úlfljóts, tímarits laganema.

Þar er gert ráð fyrir heimild lögreglu til að afla upplýsinga og viðhafa eftirlit í þágu afbrotavarna við framkvæmd almennra löggæslustarfa og frumkvæðisverkefna, auk heimildar til lögreglu til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi eða sem kann að stafa sérgreind hætta af fyrir almannaöryggi.

Framsögumenn verða Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður og formaður Lögmannafélags Íslands og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Hefst málþingið klukkan 12.00 og stendur yfir til 13.00 í stofu L-101 í Lögbergi í Háskóla Íslands en því verður einnig streymt á Facebook-síðu Úlfljóts.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert