Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur birt áform um ný heildarlög um skólaþjónustu og nýja þjónustustofnun á samráðsgátt stjórnvalda, sem telst vart til tíðinda, enda er það yfirleitt gert.
Þar geta hagaðilar og almenningur sent inn umsagnir um fyrirhuguð áform í örfáa daga, eða til loka mánaðarins 31. október nk. og verða því að hafa hraðar hendur ef þeir vilja að skoðanir sínar á málaflokknum heyrist.
Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra kynnti þessi áform í fyrir starfsfólki Menntamálastofnunar í gær, en þáttur í áætlunum er að leggja niður þá stofnunina í þeirri mynd sem hún er nú og verður öllu starfsfólki sagt upp og auglýstar stöður fyrir nýja stofnun þegar þar að kemur.
Gert er ráð fyrir að hluti verkefna Menntamálastofnunar verði áfram í nýrri stofnun, en við bætist viðamikið þjónustuhlutverk. Hins vegar er áætlað að verkefni á sviði greiningar, mats og eftirlits fari yfir til mennta- og barnamálaráðuneytis.