Hætta við að láta geðlækni meta skilaboðin

Mennirnir tveir sendu skilaboð sín á milli þar sem þeir …
Mennirnir tveir sendu skilaboð sín á milli þar sem þeir ræddu árásir gegn nafngreindum einstaklingum og stofnunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan hefur fallið frá því að fá geðlækni til að leggja sérstakt mat á það hve mikil alvara hafi legið að baki þeim skilaboðum sem mennirnir tveir, sem grunaðir eru um að skipuleggja hryðjuverkaárásir, sendu sín á milli.

Verjendur mannanna mótmæltu þessum aðferðum, að því er fram kemur í frétt Rúv, og féll lögreglan þá frá áformum sínum. 

Mennirnir sitja nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við hryðjuverkarannsókna, en Landsréttur staðfesti í dag að framlengja varðhaldstímann um fjórar vikur. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður hefur tekið við sem verjandi annars þeirra. 

Geðlæknir mun framkvæma geðmat á mönnunum sjálfum, en ekki sérstaklega með tilliti til skilaboðanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert