Hiti á bilinu 2 til 8 stig í dag

Léttskýjað verður austanlands.
Léttskýjað verður austanlands. Skjáskot/Veðurstofan

Búast má við suðvestanátt og víða 5-10 m/s í dag en 10-15 m/s á norðvestanverðu landinu, að því er fram kemur í spá Veðurstofunnar.

Skýjað verður og þurrt vestan til en dálítil væta á morgun. Á austurhelmingi landsins verður léttskýjað. Hiti verður á bilinu 2 til 8 stig.

Á morgun má búast við 5-15 m/s, hvassast norðvestanlands. Hiti verður á bilinu 3 til 8 stig.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert