„Áhættan af ferðum um þessar slóðir er þekkt og starf okkar miðast við þann veruleika,“ segir Guðjón Þorsteinn Guðmundsson hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Katlatrack.
Starfsemi fyrirtækisins tók nýja stefnu um helgina þegar jarðskjálfta varð vart í austanverðum Mýrdalsjökli. Snarpasti skjálftinn var 3,8 að styrk og tveir 3,0.
Vegna þeirrar atburðarásar og í almennu varúðarskyni bannaði lögreglan á Suðurlandi ferðir um svæðið.
Allstór hópur fólks ætlaði að Kötlujökli um helgina, en þangað gera þrjú ferðaþjónustufyrirtæki út leiðangra frá Vík í Mýrdal. „Þegar farið er í íshellana erum við bókstaflega í kjaftinum á Kötlu, sem er kröftug eldstöð. Því hafa leiðsögumenn okkar alltaf gasmæla meðferðis í öllum ferðum og Tetra-talstöðvar, svo við getum náð sambandi við þá tafarlaust gerist þess þörf,“ segir Guðjón.
Umfjöllunina í heild sinni er hægt að nálgast í Morgunblaðinu í dag.