Innanlandsflug brátt kolefnishlutlaust

Bogi Nílsson, forstjóri Icelandair.
Bogi Nílsson, forstjóri Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir mikil tækifæri liggja í rafeldsneytisvæðingu flugflota heimsins fyrir Ísland, líkt og fjallað var um í pallborðsumræðum við Hringborð norðurslóða, Arctic Circle, um helgina.

Hann segir ljóst að Ísland sé í öllum færum til þess að vera miðstöð rafeldsneytis fyrir flug á milli Evrópu og Ameríku. Til þess þurfi þó að framleiða meiri orku hér á landi.

„Ég held að það væri mjög skynsamlegt fyrir íslenska þjóð að framleiða meira af grænni orku hér á landi. Við myndum hjálpa heiminum mjög í átt að loftslagsmarkmiðum,“ segir Bogi. Aðspurður kveðst Bogi ekki vilja segja til um hvernig hann telji best að framleiða meiri orku eða hvort hann kalli eftir frekari virkjunum eða virkjun vindorku.

Bogi sagði í pallborði enn fremur að það væri „mjög raunhæft“ að innanlandsflug á Íslandi yrði kolefnishlutlaust fyrir lok áratugarins.

Umfjöllunina í heild sinni má nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert