Sjúkratryggingar hafa gengið að tilboði Heilsugæslunnar Höfða í rekstur nýrrar einkarekinnar heilsugæslustöðvar í Reykjanesbæ. Var tilboð Höfða eina fullgilda tilboðið sem barst, eftir að tilboðsfrestur hafði verið framlengdur, en einnig barst frávikstilboð frá Heilsuvernd fyrir hönd óstofnaðs félags. Stjórnandi hjá Sjúkratryggingum reiknar með að gengið verði frá samningi um verkefnið næstu dögum.
Í útboðsgögnum kemur fram að opna skuli stöðina 4-6 mánuðum eftir undirritun samnings. Það þýðir að búast má við opnun í febrúar til apríl, ef samningur verður undirritaður einhvern næstu daga. Samið er til fimm ára.
Umfjöllunina í heild sinni má nálgast í Morgunblaðinu í dag.